Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing ÍF 2023

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
29

Skráning í Hjólað í vinnuna hafin!

25.04.2022

 

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Hjólað í vinnuna 2022. Keppnin hefst 4. maí nk. og stendur yfir til 24. maí. Liðsmenn og liðsstjórar geta því hafið skráningar á sér og sínum liðum núna. Hægt er að skrá sig allan tímann á meðan verkefnið stendur yfir.

Aðalkeppnin snýst um að fá sem flesta til að vera með en það skiptir þá ekki máli hver kílómetrafjöldinn er á leiðinni í og úr vinnu heldur hversu margar skráningarnar eru. Þeir sem vilja keppast um kílómetrafjölda geta gert það í kílómetrakeppninni.

Einnig er vert að benda á það að þó einstaklingar séu að vinna heiman frá sér er að sjálfsögðu um að gera að taka þátt með því að fara út í byrjun vinnudags og lok vinnudags og hjóla eða ganga þá vegalengd sem samsvarar vegalengdinni í vinnuna.

Nánari upplýsingar um skráningu eru hér að neðan:

Íslenskar leiðbeiningar varðandi skráningu.

Enskar leiðbeiningar varðandi skráningu.