Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
8

Frábær árangur hjá Hilmari Snæ á Paralympics

13.03.2022

Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður frá skíðadeild Víkings náði 5. sætinu í svigi á Paralympics í Peking í nótt. Hilmar Snær var níundi eftir fyrri ferðina en bætti enn um betur í seinni ferðinni og landaði 5. sætinu. Það er besti árangur Íslands í alpagreinum á Paralympics og ljóst að Hilmar Snær er kominn í flokk þeirra bestu í greininni. Lokatími Hilmars Snæs var 1:36:92 mín. en seinni ferðina skíðaði hann á 51,75 sek. sem var fjórði besti tímin af fimm efstu keppendunum. Frakkinn Arthur Bauchet vann gullið í greininni á 1:29,61 mín.

Aðstæður í brekkunni í dag voru erfiðar enda hefur verið bæði hlýtt og sólríkt á svæðinu síðustu daga. Brautirnir voru því mikið saltaðar og aðstæður ólíkar því sem margir keppendurnir eiga að venjast.

Í dag er lokahátíð leikanna og heimferð hjá íslenska hópnum er svo á morgun, 14. mars.

ÍSÍ óskar Hilmari Snæ og hans föruneyti innilega til hamingju með þennan frábæra árangur á Paralympics og óskar hópnum öllum góðrar heimferðar.