Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Lífshlaupið 2022 - Verðlaunaafhending

28.02.2022

Lífshlaupinu 2022 lauk í liðinni viku. Fulltrúar frá vinnustöðum og skólum tóku á móti verðlaunum í hádeginu föstudaginn 25. febrúar. 

Lífshlaupið 2022 var ræst í fimmtánda sinn þann 2. febrúar og var þátttaka með ágætum. 
Alls tóku 16.965 landsmanna þátt í 1.560 liðum og voru alls 15.410.930 hreyfimínútur skráðar og 200.556 dagar.
Mæting á verðlaunaafhendinguna í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal var góð þrátt fyrir appelsínugular veðurviðvaranir og var létt yfir athöfninni. Viðar Garðarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sá um að kynna úrslitin.

Það er gaman að sjá hversu margir vinnustaðir og skólar eru duglegir að taka þátt í verkefninu ár eftir ár. Töluvert færri skólar tóku þó þátt í ár en undanfarin ár, líklega vegna áhrifa heimsfaraldursins. Lífshlaupið virðist vera orðið hluti af vinnustaða- og skólamenningu á mörgum stöðum og margir duglegir að skapa sínar eigin innanhúshefðir í kringum verkefnið.

Þess má geta að skólar í Grafarvogi og Mosfellsbæ eru sérlega duglegir að taka þátt og lenda iðulega í verðlaunasæti. Borgarholtsskóli, Engjaskóli, Rimaskóli og Hamraskóli voru allir í 1. - 3. sæti í sinum flokk sem og Varmárskóli og Lágafellskóli. Starfsmenn Engjaskóla í Grafarvogi lentu einnig í 2. sæti í hlutfall mínútna í vinnustaðakeppninni. 

Öll úrslit í Lífshlaupinu má finna hér.
Fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni má finna hér.

Myndir með frétt