Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
10

Snorri í 36. sæti í 15 km skíðagöngu

11.02.2022

 

Snorri Einarsson stóð sig vel í 15 kílómetra skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í morgun. Hann var ellefti í rásröðinni og hafnaði í 36. sæti af 99 keppendum.
RÚV náði tali af honum að lokinni keppni og sagði hann þar:

„Ég er níutíu prósent ánægður með daginn en þetta var ekki alveg fullkomið, en það eru nú ekki allar keppnir svoleiðis.“

Hann sagði brautina erfiða og strembið að finna hraðann til að vera á, en var samt sem áður nokkuð sáttur við frammistöðuna og er spenntur fyrir næstu grein.

Næst keppir Snorri á miðvikudaginn með Isak Stianson Pedersen í liðakeppni í spretti.

Viðtalið við Snorra er hér.

 

Mynd: Anoc Olympic / Will Lucas / Inovafoto