30.11.2021Breyting á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, nr. 1266/2021, tók gildi þann 26. nóvember.
Hér er hægt að lesa reglugerðina en breytingin varðar notkun á COVID-prófum á viðburðum. Áður þurfti að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) fyrir stóra viðburði en nú gildir einnig neikvætt PCR-próf eða staðfesting á því að viðkomandi hafi greinst með COVID síðasta hálfa árið (staðfestingin á COVID má ekki vera eldri en 180 daga gömul og ekki yngri en 14 daga gömul).