Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Gildandi sóttvarnareglur framlengdar um tvær vikur

06.10.2021

 

Heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt að gildandi sóttvarnareglur verði framlengdar um tvær vikur, eða til og með 20. október næstkomandi. Til áminningar eru hér helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna:

  • Almennar fjöldatakmarkanir eru 500 manns.
  • Leyfilegur fjöldi iðkenda á æfingum og í keppni hjá börnum og fullorðnum er 500 manns.
  • Heimilt er að hafa allt að 1500 manns í hólfi í áhorfendastúkum að því gefnu að áhorfendur framvísi neikvæðri niðurstöðu í hraðprófi sem má ekki vera eldra en 48 klst.
  • Þar sem hraðpróf eru ekki notuð er heimilt að hafa allt að 500 manns í hólfi.
  • Skrá þarf alla gesti með nafni, símanúmeri og kennitölu.
  • Á viðburðum innanhúss er grímuskylda nema þar sem búið er að sýna framá neikvæða niðurstöður úr hraðprófum, þá má taka niður grímu eftir að komið er í sæti.

Hér á heimasíðu ÍSÍ er hægt að skoða reglur sérsambanda vegna COVID-19 og við minnum svo á leiðbeiningar um smitrakningu í íþróttum sem má nálgast hér.