Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

HHF stefnir á að verða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

30.04.2021

Héraðsþing HHF fór fram á Birkimel 21. apríl sl. Þingið var blanda af staðþingi og fjarþingi, vegna takmarkana á samkomum. Margrét Brynjólfsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og með henni í stjórn eru Marion Worthmann meðstjórnandi og Sveinn Jóhann Þórðarson ritari. Í varastjórn eru Kristrún Guðjónsdóttir,  Heiðar Jóhannsson og Ólafur Byron Kristjánsson.

Margrét Brynjólfsdóttir, formaður HHF: „Það er kraftur í starfi innan sambandsins og aðildarfélaga þess. Það er ánægjulegt að segja frá því að starf ÍFB á Bíldudal er komið aftur á fullt eftir nokkurra ára lægð og gaman að fylgjast með þeim og aðstoða. Þau stefna á að vera með starfsemi um vetraríþróttir, svo sem skíðagöngu og skautaíþróttir og ég hlakka til að starfa með þeim í því. Þess má einnig geta að sambandið sjálft er á lokasprettinum við undirbúning umsóknar um gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ.“

Á þinginu voru afhentar viðurkenningar til íþróttafólks ársins 2020 úr hópi iðkenda í aðildarfélögum HHF. Myndin sem fylgir fréttinni er af Tryggva Sveini Eyjólfssyni sem kjörinn var Íþróttamaður HHF 2020 Nánari umfjöllun um íþróttafólk HHF 2020 má sjá á Fésbókarsíðu sambandsins.

Myndir með frétt