Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra

24.09.2020

Ný auglýsing heilbrigðisráðherra vegna COVID-19 tekur gildi 28. september n.k. og gildir til 18. október. Þær takmarkanir er snúa að íþróttum og áhorfendum eru óbreyttar frá fyrri auglýsingu. Sem fyrr eru íþróttir leyfðar svo framarlega sem sérsambönd ÍSÍ hafi gert sér reglur, með samþykki sóttvarnaryfirvalda, er varða æfingar og keppni í sinni grein. 

Ekki er breyting á ákvæðum er eiga við skilyrði fyrir æfingum og keppni. Við iðkun íþrótta er það eingöngu á æfinga/keppnissvæði sem undanþága er veitt fyrir nálægðartakmörkunum. Áfram er óbreytt heimild fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum með ákveðnum skilyrðum.

Eins og áður eru það einstaklingsbundnu sóttvarnirnar og almennar smitvarnir sem mestum árangri skila í baráttunni gegn COVID-19.

Sjá frétt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 864/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Frétt á heimasíðu ÍSÍ um leiðbeiningar vegna áhorfenda