Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
1

10 mánuðir til Ólympíuleika í Tókýó

23.09.2020

Í dag eru 10 mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 23. júlí 2021. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 8. ágúst.

Leikarnir áttu að hefjast þann 24. júlí 2020, en þeim var frestað um eitt ár vegna ástandsins í heiminum sökum Covid-19. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) og skipuleggjendur leikanna í Tókýó stefna að því að Ólympíuleikarnir fari fram og að áhersla sé lögð á samvinnu til þess að klára verkefnið á sem farsælastan hátt. Keppnisaðstæður munu vera eins og lagt var upp með, þeir 43 leikvangar sem notaðir verða til keppni eru þeir sömu og búið var að ákveða og dagskráin er sú sama.  Markmiðið með Ólympíuleikunum í Tókýó er það að leikarnir verði hátíð einingar og samstöðu mannkynsins og tákn um seiglu og von og að við öll séum sterkari þegar að við tökum höndum saman. IOC hefur verið með herferðina #StrongerTogether í gangi sl. mánuði, en henni er einmitt ætlað að sýna sameiningartákn íþrótta og þá sérstaklega Ólympíuleikanna.

Einn íslenskur íþróttamaður hefur tryggt sitt sæti inn á Ólympíuleikana í Tókýó og er það sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Enn er möguleiki á því að ná sæti á leikana, en það er mismunandi eftir íþróttagreinum hvernig hægt er að ná inn. 

Vefsíða leikanna

Á vefsíðu leikanna hér má sjá síðu tileinkaða erlendum gestum. Áhugasamir geta séð ýmsar hagnýtar upplýsingar um Tókýó, ferðatilhögun, miðamál og fleira.

Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér