Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Ásdís með netnámskeið

27.07.2020

 

Afreksskólinn er netnámskeið sem spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er að undirbúa til þess að hjálpa fólki að hámarka sinn íþróttaárangur. Í Afreksskólanum deilir hún sinni 20 ára reynslu sem íþróttakona á heimsmælikvarða og þeim aðferðum sem hafa komið henni í úrslit á öllum helstu stórmótum. Námskeiðið verður tilbúið í haust en þeir sem skrá sig á biðlistann fá nánari upplýsingar og möguleikann á að forpanta námskeiðið á lægsta verði sem það mun fara á. Í námskeiðinu kafar hún djúpt í hvernig við getum notið íþróttarinnar sem mest, sett okkur markmið og náð þeim, byggt upp sjálfstraust, samræmt æfingar með námi eða vinnu, tekist á við mótlæti og pressu og svo ótal margt fleira. Ef þú ert að æfa af krafti þá er þetta eitthvað sem þú mátt ekki missa af!

Nánari upplýsingar og skráning á biðlistann fer fram hér.