Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Guðlaug Edda tekur við Instagrami ÍSÍ í dag

20.02.2020

Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarmeistari, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ í dag.

Guðlaug Edda stefnir á að taka þátt í ólympískri þríþraut á Ólympíuleikunum í Tókýó 2020. Í ólympískri þríþraut eru syntir 1500 metrar, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir.

Guðlaug Edda flutti til Danmerkur árið 2016 til að æfa með danska þríþrautarlandsliðinu. Eftir þrjú ár utan flutti hún til Íslands aftur og æfir nú undir leiðsögn Ian O'brien en hann var valinn þjálfari ársins af Bandaríska þríþrautarsambandinu. Hún hefur keppt í flokki atvinnumanna í heimsbikarkeppni Alþjóða þríþrautarsambandins frá árinu 2016. Á því ári náði hún best 12. sæti auk þess að klára tvisvar á topp 20 í öðrum heimsbikarkeppnum. Guðlaug keppti einnig í stigakeppnum á vegum Evrópska þríþrautarsambandsins það ár og náði best 3. sæti í sprettþraut sem jafnframt var Norðurlandameistaramót. Guðlaug vann eina bikarkeppni hjá Danska þríþrautarsambandinu og keppti auk þess í atvinnumannadeildinni í Þýskalandi og Frakklandi.

Guðlaug náði mjög góðum árangri árið 2019, en hún endaði í 14. sæti á Evrópameistaramótinu í þríþraut og náði sínum besta árangri í heimsbikarskeppninni þegar hún endaði í 15. sæti á tímanum 2:02:41. Sá tími er hennar besti í greininni. Einnig varð hún fyrst Íslendinga til að klára keppni í heimsúrvalsseríunni í þríþraut (WTS) en hún endaði í 26. sæti í keppninni. Guðlaug komst á verðlaunapall í sprettþraut í Svíþjóð þar sem hún endaði í 3. sæti. Þá náði hún 2. sæti í Afríkubikarmóti sem fram fór í Marakó í nóvember.

Fylgstu með degi í lífi Guðlaugar Eddu á Instagram síðu ÍSÍ.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.