Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

85 ára afmæli Umf. Grindavíkur

04.02.2020

Það var mikið um dýrðir hjá Grindvíkingum um helgina þegar Umf. Grindavíkur fagnaði 85 ára afmæli félagsins og nýtt íþróttahús var formlega vígt.

Bæjarbúum var boðið að skoða húsið og þiggja hressingu í tilefni dagsins. Viðbyggingin sem nú var vígð er rúmlega 2000 fermetrar að stærð og er þar stór íþróttasalur, annar minni, aðstaða til júdóiðkunar, fjórir búningsklefar, áhaldageymsla, afgreiðslurými og fleira. Ætla má að nýja húsið muni breyta miklu í íþróttastarfi í Grindavík og gefa aukið tækifæri til sóknar í heilsueflingu bæjarbúa. Við vígsluna var undirritaður samningur við Janus Guðlaugsson, doktor í íþrótta- og heilsufræði, en hann mun sjá um fjölþætta heilsueflingu eldri íbúa í Grindavík.

ÍSÍ óskar íbúum í Grindavík innilega til hamingju með nýja húsið og UMFG til hamingju með 85 ára afmælið.

Myndin sem fylgir fréttinni er af Fannari Jónassyni bæjarstjóra Grindavíkur í ræðustól við vígslu hússins. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi frá Grindavíkurbæ.