Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Sarajevo 2019 - Öðrum keppnisdegi lokið

12.02.2019

Nú er öðrum keppnisdegi lokið á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Baldur Vilhelmsson keppti í dag í úrslitum á snjóbretti (slope style) eftir að hafa náð fyrsta sæti í sínum riðli í gær. Þeir voru tólf piltarnir sem kepptu til úrslita í greininni. Baldur fékk 62.75 stig og varð í 10. sæti.

Andri Gunnar Axelsson keppti í stórsvigi, en lauk ekki fyrri ferð. Aron Máni Sverrisson lenti í 43. sæti í stórsvigi. 

Jakob Daníelsson og Egill Bjarni Gíslason kepptu í 7,5 km skíðagöngu og lenti Jakob í 62. sæti en Egill í 80. sæti.

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Fanney Rún Stefánsdóttir kepptu í 5 km skíðagöngu og lenti Kolfinna í 62. sæti og Fanney í 67. sæti.

Öll úrslit má sjá hér á vefsíðu EYOF 2019.

Íslensku strákarnir stóðu sig vel í keppni á snjóbretti (slopestyle) en úrslit urðu þessi:
10.sæti - Baldur Vilhelmsson
28.sæti - Bjarki Arnarsson
30.sæti - Kolbeinn Þór Finnsson
31.sæti - Birkir Þór Arason

Hægt er að fylgjast með íslenskum þátttakendum á hátíðinni í gegnum miðla ÍSÍ:

Vefsíða ÍSÍ
Facebook ÍSÍ
Instagram ÍSÍ
SnapChat ÍSÍ (á meðan á hátíðinni stendur): isiiceland

Vefsíða leikanna
Facebook síða leikanna

#eyof2019 #sarajevo #eastsarajevo

Myndir með frétt