Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Framtíðarskipulag íþróttamála

16.11.2018

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóð fyrir fundi um framtíðarskipulag íþróttamála í dag í Laugardalshöll. Til fundarins var boðið stjórnum og starfsfólki ÍSÍ og UMFÍ, fulltrúum frá sambandsaðilum ÍSÍ, ásamt Íþróttanefnd ríkisins, fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa. Fundarformið var blanda af þjóðfundi og borgarafundi. 

Tilkoma þessa fundar er sú að á 73. Íþróttaþingi vorið 2017 var eftirfarandi tillaga samþykkt:

73. Íþróttaþing ÍSÍ, haldið 5.– 6. maí 2017 í Gullhömrum í Reykjavík, samþykkir að fela framkvæmdastjórn ÍSÍ að vinna að ráðstefnu um framtíðarskipulag íþróttamála með aðkomu ÍSÍ, UMFÍ, Samtökum íslenskra sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Framkvæmdastjórn ÍSÍ ákvað í kjölfarið að skipa vinnuhóp um undirbúning ráðstefnu/fundar um ofangreint málefni og ákvað vinnuhópurinn að hafa fyrirkomulagið blöndu af þjóðfundi og borgarafundi. Fundarstjóri var Gunnar Jónatansson en hann hefur mikla reynslu af fundum sem þessum. 

Fundurinn tókst afar vel og var almenn ánægja með fyrirkomulagið. Framkvæmdastjórn ÍSÍ mun nú taka afurðir fundarins og vinna með þær frekar í aðdraganda Íþróttaþings ÍSÍ í maí nk.

Myndir með frétt