Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Ársþing TKÍ

30.04.2018

Ársþing TKÍ var haldið skv. lögum sambandsins þann 28. apríl 2018. Á þinginu kom fram að fjárhagsstaða sambandsins hefur sjaldan verið betri og undirstöður fyrir öflugt uppbyggingarstarf hafa verið lagðar með góðum rekstri undanfarin ár. Árangur keppenda á erlendri grundu fer batnandi ár frá ári og er það mat stjórnar og formanna félaganna að Ísland eigi raunhæfa möguleika á að senda keppendur á Ólympíuleika á næstu árum.

Kosið var um nýja stjórn sambandsins á þinginu auk formanns. Formaður var kjörinn Haukur Skúlason og meðstjórnendur til tveggja ára voru kjörin Inga Eyþórsdóttir og Jón Oddur Guðmundsson. Meðstjórnendur til eins árs voru kjörin Dagbjört Rúnarsdóttir og Hilmar Örn Óskarsson. Varamenn voru kjörin Eduardo Rodriguez, Kristófer Alex Guðmundsson og Syvía Speight.

Engar lagabreytingar lágu fyrir þinginu. Viðar Garðarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd ÍSÍ.