Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Sigurður nýr framkvæmdastjóri UMSB

05.02.2018

Sigurður Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Íþróttabandalagi Reykjavíkur,hóf störf sem framkvæmdastjóri UMSB þann 1. febrúar sl. Hann tekur við af Pálma Blængssyni. Sigurður hefur lokið BS. gráðu í íþrótta-, kennslu- og lýðheilsufræðum frá Háskólanum í Reykjavík og er með sveinspróf í húsasmíði. Hann hefur haft umsjón með skipulagninu viðamikilla íþróttaviðburða eins og Reykjavíkurmaraþoni, Laugarvegsmaraþoni og fleiri viðburðum sem verkefnastjóri hjá ÍBR. Áður starfaði hann sem tómstundastjóri Borgarbyggðar á vegum UMSB og sem landsfulltrúi hjá Ungmennafélagi Íslands þar sem hann var m.a. framkvæmdastjóri Landsmóts 50+, Frjálsíþróttaskólans, lýðheilsuverkefnanna „Fjölskyldan á fjallið“.

ÍSÍ óskar Sigurði velfarnaðar í starfi og þakkar Pálma fyrir vel unnin störf í þágu UMSB.