Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Vilt þú taka þátt í að bæta heiminn ?

01.02.2018

Forsætisráðuneytið leitar að 12 ungmennum, 13-18 ára, í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Gætir þú verið eitt þeirra?

Aðilarríki Sameinuðu þjoðanna hafa sett sér markmið um sjálfbæra þróun, Heimsmarkmiðin. Það er mikilvægt að rödd ungmenna heyrist um framkvæmd þeirra. Ungmennaráð Heimsmarkmiðanna mun fræðast um markmiðin, kynna sjálfbæra þróun fyrir jafnöldrum sínum og funda með ríkisstjórninni um hvernig sé best að ná markmiðunum.

Þú finnur frekari upplýsingar og umsóknareyðublað hér á stjornarradid.is/umsokn

Opið verður fyrir umsóknir til og með 16. febrúar nk.