Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
30

Haustfjarnámi í þjálfaramenntun lokið

04.12.2017

Haustfjarnámi ÍSÍ í almennum hluta þjálfaramenntunarinnar er nú lokið. Samtals um 40 nemendur luku námi á 1. eða 2. stigi námsins og geta því sótt sérgreinaþátt námsins til viðkomandi sérsambanda ÍSÍ.

Kynjaskipting var nokkuð jöfn í náminu þessa haustönn og eru nemendur búsettir mjög víða um landið enda auðveldar það nemendum námið að það skuli allt vera í fjarnámi. Nemendur 1. stigs munu fá þjálfaraskírteini sent á heimilisfang á næstu dögum en nemendur 2. stigs þurfa að koma með skírteinið sitt til ÍSÍ og fá þar stimpil og einkunn í skírteinið. Minnt skal á að nemendur 2. stigs þurfa einnig að hafa 6 mánaða starfsreynslu og hafa gilt skyndihjálparnámskeið. Staðfesting á þessu þarf að vera í þjálfaraskírteininu.

Næsta fjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun verður í boði á vorönn 2018 og hefst væntanlega í byrjun febrúar.

Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.