Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Ársþing UMSE

10.03.2017

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE) hélt 96. ársþing sitt í Árskógi fimmtudaginn 9. mars sl. Þingið var vel sótt þar sem 35 þingfulltrúar af 45 sóttu þingið. Þingforsetarnir Marinó Þorsteinsson og Sveinn Jónsson stýrðu þinginu af röggsemi. Fjöldi tillagna lá fyrir þinginu og voru margar þeirra tengdar umsókn UMSE til ÍSÍ um viðurkenningu sem fyrirmyndarhérað. Tillögurnar voru allar samþykktar enda mikil og fagleg vinna að baki sem þingnefndir áttu frekar auðvelt með að samþykkja. Reikningar sambandsins litu mjög vel út og ljóst að vel er haldið á spöðum í öllum rekstri.

Bjarnveig Ingvadóttir var kosinn formaður UMSE í fyrra til tveggja ára og situr því áfram í því embætti.

Ingi Þór Ágústsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sóttu þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Myndir með frétt