Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Styrkir Ólympíusamhjálparinnar vegna PyeongChang 2018

08.11.2016

Ólympíusamhjálpin hefur úthlutað undirbúningsstyrkjum vegna Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang 2018, en næstu Vetrarólympíuleikar fara fram í Kóreu í febrúar 2018. Skíðasamband Íslands hlaut styrki vegna sjö skíðamanna og er um að ræða styrki í allt að 16 mánuði, eða frá byrjun nóvember 2016 fram að lokum febrúar 2018. Styrkirnir nema rúmlega 1.000 bandaríkjadölum (USD) á mánuði vegna hvers þeirra auk þess sem að ferðastyrkur að upphæð 5.000 bandaríkjadölum (USD) stendur hverjum þeirra til boða á tímabilinu.

Um er að ræða eftirfarandi skíðamenn, sem stefna allir á að vinna sér þátttökurétt á leikunum 2018:

Brynjar Leó Kristinsson, skíðaganga
Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar
Helga María Vilhjálmsdóttir, alpagreinar
María Guðmundsdóttir, alpagreinar
Snorri Einarsson, skíðaganga
Sturla Snær Snorrason, alpagreinar
Sævar Birgisson, skíðaganga

Verið er að ganga frá samningum við íþróttamenn og Skíðasamband Íslands (SKÍ), en um er að ræða staðlaða samninga frá Ólympíusamhjálpinni.
Umsjón með ráðstöfun styrkja verður í höndum SKÍ en styrkjunum er ætlað að hjálpa sérsambandinu og íþróttafólkinu við undirbúning og að vinna sér inn þátttökurétt á leikana.

Á dögunum var undirritaður samningur við þrjá skíðamenn, þau Helgu Maríu, Sævar og Sturlu Snæ, en á myndinni auk þeirra er Einar Þór Bjarnason, formaður SKÍ, Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.