Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Strandarleikarnir 2019

07.10.2016

Fyrstu Strandleikarnir (ANOC World Beach Games) verða haldnir í San Diego í Bandaríkjunum árið 2019. Heimssamband Ólympíunefnda (ANOC) stendur fyrir leikunum. Forseti ANOC, Sheikh Ahmad Al-Fahad Al-Sabah, hefur barist fyrir tilveru leikanna frá því hann var kosinn. Til stóð að halda leikana árið 2017, en ákveðið var að fresta þeim um tvö ár til þess að gefa Ólympíunefndum og íþróttafólki meiri tíma til þess að undirbúa þátttöku sína.

Á leikunum mun fara fram keppni í 20-22 íþróttagreinum og íþróttagreinum sem stundaðar eru á ströndinni. Íþróttagreinarnar sem keppt verður í eru meðal annarra hjólabretti, brimbretti og íþróttaklifur, en til stendur að þessar þrjár íþróttagreinar verði hluti af þeim greinum sem keppt verður í á Ólympíuleikunum 2020 í Tókýó. 

San Diego er ein af fimm borgum sem sóttu um að halda leikana, en Sarasota í Bandaríkjunum, Sochi í Rússlandi, Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og ónefnd borg í Kína höfðu einnig áhuga.

Fulltrúar leikanna í San Diego hafa undirbúið komu leikanna til borgarinnar vel, en þeir settu meðal annars upp vefsíðu leikanna sem sjá má hér og fésbókarsíða leikanna er hér. Einnig má sjá kynningarmyndband leikanna hér