Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Ríó 2016 - Aníta í fjórða riðli

16.08.2016

Aníta Hinriksdóttir keppir á morgun miðvikudag í undanriðlum 800 metra hlaups kvenna. Aníta hleypur á áttundu braut í fjórða riðli sem ræstur verður kl. 11.16 að brasilískum tíma (14.16 að íslenskum tíma).

Aníta er skráð með fimmta besta tíma þeirra átta sem hlaupa í riðlinum. Tvær fremstu í riðlunum átta komast beint áfram í undanúrslit, þess fyrir utan komast þær með sex bestu tímana af þeim sem ekki eru í efstu tveimur sætunum í riðlunum áfram í undanúrslitin. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Anítu með þjálfara sínum Gunnari Páli Jóakimssyni.