Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Vorfjarnám ÍSÍ í fullum gangi

17.02.2016

Vorfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun er í fullum gangi þessa dagana, bæði á 1. og 2. stigi almenns hluta námsins.  Samtals eru um 50 nemendur í náminu að þessu sinni og koma þeir frá fjölmörgum íþróttagreinum s.s. handknattleik, körfuknattleik, fimleikum, sundi, júdó, glímu, bogfimi og knattspyrnu.

Fjarnám 1. stigs tekur átta vikur og fjarnám 2. stigs tekur fimm vikur.  Allir sem ljúka námi fá skírteini frá ÍSÍ þar sem réttindin eru skilgreind ásamt lokaeinkunn.  Inn á þetta sama skírteini á svo árangur nemenda í sérgreinaþætti námsins að fara en sá þáttur er í boði hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ.  Einnig eiga upplýsingar um þjálfunarreynslu og skyndihjálparnámskeið að fara inn á þetta sama skírteini en þeirra þátta er einnig krafist í menntakerfinu..

Hin síðari ár hafa auknar kröfur verið gerðar til menntunar íþróttaþjálfara og fjölmörg íþróttafélög hafa í dag skýra stefnu um menntun þjálfara sem ráðnir eru til starfa, m.a. öll fyrirmyndarfélög ÍSÍ. 

 

Allar nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ eru fúslega veittar hjá Viðari Sigurjónssyni Skrifstofustjóra ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 514-4000514-4000.