Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Menntamálaráðherra í heimsókn í Ólympíuþorpinu

15.02.2016

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti íslenska hópinn í Ólympíuþorpið á Vetrarólympíuleikum ungmenna fyrr í dag. Illugi situr fund ráðherra íþróttamála Norðurlandanna sem haldinn er í Lillehammer. Illugi skoðaði aðstæður í Ólympíuþorpinu, heimsótti vistarverur íslenska hópsins og heilsaði uppá þátttakendur. Á morgun mun ráðherra ná að fylgjast með keppni í alpagreinum þar sem við eigum fulltrúa.

Myndir með frétt