Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Reinharð endurkjörinn formaður KAÍ

03.03.2015

28. Karateþing var haldið laugardaginn 28. febrúar síðastliðinn. Svo skemmtilega vildi til að það bar upp á 30 ára afmæli sambandsins sem var stofnað 28. febrúar 1985.
Ekki var um átakaþing að ræða en mestar umræður urðu um Afreksstefnu sambandsins og um undirbúning og framkvæmd á Norðurlandameistaramótinu í karate sem verður haldið hér á landi laugardaginn 11. apríl næstkomandi.
Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn formaður sambandsins í áttunda sinn en tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir á þinginu, þær María Jensen, Karatedeild Fjölnis og Jacquline Becker, Karatedeild Fylkis. Einnig var einn nýr varamaður valinn í varastjórn, Rut Guðbrandsdóttir, frá Karatefélagi Akureyrar. Hafa þvi aldrei í 30 ára sögu sambandsins verið fleiri konur í stjórn og varastjórn þess.

Hafsteinn Pálsson, úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.