Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Haustfjarnámi 1. stigs ÍSÍ lokið með frábærum árangri

17.12.2014Haustfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið.  Um er að ræða almennan hluta menntunar íþróttaþjálfara sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  40 nemendur hófu nám í september og eru það 33 sem ljúka náminu með tilskyldum árangri.  Margir þeirra sem ekki náðu að ljúka námi nú munu koma aftur inn á vorönn.  Nemendur eru búsettir mjög víða um landið og koma frá fjölmörgum íþróttagreinum.  Í fjarnáminu er spjallsvæði þar sem nemendur deila skoðunum sínum og reynslu.  Líklega hefur virkni nemenda á spjallsvæðinu aldrei verið meiri en á þessari önn.  Nemendur geta þess gjarnan að loknu námi að þátttaka á spjallsvæðinu gefi þeim enn betri og víðtækari þekkingu til að takast á við hið skemmtilega starf íþróttaþjálfarans.  Meðaleinkunn nemenda hefur aldrei verið hærri en þessa haustönn eða 8,75.  Það er von ÍSÍ að allir þjálfararnir sem luku námi 1. stigs almenns hluta nú muni halda áfram menntun sinni, bæði í almennum hluta þekkingarinnar og að sjálfsögðu í sérgreinahluta hjá viðkomandi sérsamböndum ÍSÍ.  Næsta fjarnám ÍSÍ á öllum stigum almenns hluta verður á vorönn 2015 og hefst í febrúar næstkomandi.  Allar nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is eða í síma 514-4000 & 863-1399.