Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Tvær deildir Íþróttafélagsins Hattar Fyrirmyndardeildir ÍSÍ

10.12.2013Tvær deildir Íþróttafélagsins Hattar fengu endurnýjun viðurkenninga frá ÍSÍ sem Fyrirmyndardeildir á Jólamóti fimleikadeildarinnar í íþróttahúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 7. desember síðastliðinn.  Það var mikið um dýrðir í íþróttahúsinu og fimleikaiðkendur fóru á kostum.  Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti fulltrúum deildanna viðurkenningarnar og fána Fyrirmyndarfélaga.  Ungir iðkendur frá báðum deildum voru viðstaddir afhendinguna og settu skemmtilegan svip á hana.