Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Samstarfssamningur Beiersdorf og Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ

26.11.2013

Sjóva Kvennahlaup ÍSÍ verður 25 ára á næsta ári og mun hlaupið fara fram laugardaginn 14. júní 2014. Undirbúningur fyrir hlaupið er kominn á fullt og í dag var undirritaður samstarfssamningur við Beiersdorf vegna aðkomu þeirra að Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ.

Samstarfssamningurinn felur í sér að merki NIVEA verður á annarri ermi Kvennahlaupsbolsins sem og á völdu kynningarefni í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ. Beiersdorf mun gefa þátttakendum í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ 2014 glaðning að hlaupi loknu og mun einnig gefa öllum framkvæmdaaðilum Kvennahlaupsins á Íslandi veglegar jólagjafir.

Beiersdorf hefur verið samstarfsaðili Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ frá árinu 2011 og er Kvennahlaupsnefnd ÍSÍ afar ánægð með áframhaldandi samstarf.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ólaf Gylfason sem skrifaði undir fyrir hönd Beiersdorf og Kristínu Lilju Friðrksdóttur sem skrifaði undir fyrir hönd ÍSÍ.