Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Fjölbreytt efni á heimasíðunni

02.09.2013Ýmsar upplýsingar og fræðsluefni er að finna hér á heimasíðu ÍSÍ sem nýtast geta foreldrum, þjálfurum og stjórnendum íþróttafélaga og héraðssambanda. Undir hnappnum fræðsla er að finna fjölbreytt efni og má þar nefna efni um eineltismál, kynferðislegt ofbeldi, siðareglur og leiðarvísi um jafnréttismál. Þar er einnig að finna viðbragðsáætlun við óvæntum atburðum sem geta haft áhrif á starf íþróttafélaga, allt frá alvarlegum veikindum og dauðsfalli til náttúruhamfara. Einnig má finna upplýsingar um ábyrgð aðila í íþróttastarfi, efni sem unnið var fyrir mennta- og menningamálaráðuneytið og gerir grein fyrir þeim lagaramma sem við á í félags- og tómstundastarfi. Allt er þetta efni sem sett er á síðuna til að auðvelda íþróttafélögum starfsemi sína, þau geta notað það og aðlagað að sínu starfi eins og hentar þeim best.