Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

Þrjár íþróttagreinar keppa um þátttökurétt á ÓL 2020

04.06.2013Framkvæmdastjórn Alþjóðaólympíunefndarinnar samþykkti í síðustu viku hvaða íþróttagreinar verða í kjöri um viðbótargrein á Ólympíuleikunum árið 2020.  Upphaflega voru átta íþróttagreinar sem komu til greina en hafnabolti/mjúkbolti, skvass og glíma (wrestling) komust í gegnum niðurskurð.  Kosið verður um þá einu íþróttagrein sem bætt verður við grunngreinar leikanna á 125. IOC Session sem haldið verður í Buenos Aires í Argentínu í september nk.  Við kjörið verður horft til ýmissa þátta eins og t.d. hvernig íþróttin höfðar til yngri iðkenda, dreifingu á heimsvísu, vinsældir, skipulags og hvernig íþróttin fellur að ólympískum gildum.