Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Brasov 2013 – Fyrsti keppnisdagur

18.02.2013

Í dag hófst keppni á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu.  Elena Dís Víðisdóttir frá Skíðafélagi Ísafjarðar hóf keppni í 7,5km skíðagöngu stúlkna og var ræst fyrst af 69 keppendum og Jónína Kristjánsdóttir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar var ræst sjötta í röðinni.  Var ljóst að um erfiða keppni var að ræða og varð Jónína í 60. sæti á 333,67 punktum og Elena Dís í 64. sæti á 479,48 punktum.

Göngustrkákarnir okkar kepptu einnig í dag og var um að ræða 10km göngu hjá þeim.  Hákon Jónsson frá Skíðafélagi Ísafjarðar var ræstur nr. 8 og Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson frá Skíðafélagi Akureyrar var með rásnúmer 11.  89 keppendur voru skráðir til leiks í göngunni í dag og lauk Ragnar keppni í 77. sæti á 280,68 og Hákon í 82. sæti á 384,22 punktum.

Í morgun var líka keppt í stórsvigi stúlkna og þar áttum við 4 fjóra keppendur af þeim 79 sem skráðir voru til leiks.  Thelma Rut Jóhannsdóttir stóð sig best okkar stúlkna í dag og hafnaði í 29. sæti á 78,65 punktum.  Auður Brynja Sölvadóttir hafnaði í 40. sæti á 131,22 punktum, Alexía María Gestsdóttir varð í 44. sæti á 173,25 punktum og Ragnheiður Brynja Pétursdóttir í 47. sæti á 209,53 punktum.

Á morgun þriðjudaginn 19. febrúar heldur keppnin áfram í alpagreinum og skíðagöngu.  Í alpagreinum keppa piltarnir í stórsvigi og í skíðagöngunni keppa stúlkurnar fyrst í 5km göngu með hefðbundni aðferð og svo piltarnir í 7,5km göngu með hefðbundni aðferð.  Keppni í listhlaupi á skautum hefst svo á miðvikudag.

Á myndinni má sjá stúlkurnar í alpagreinum eftir keppni dagsins.