Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
22

Reglur sérsambanda vegna COVID-19

Núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra gildir til og með 17. nóvember næstkomandi. Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna:

  • Almennar fjöldatakmarkanir eru 2000 manns Börn fædd 2006 og síðar telja ekki með í fjöldatölu.
  • Heimilt er að hafa allt að 2000 manns í hverju rými á æfingum og í keppnum fullorðinna.
  • Heimilt er að hafa allt að 2000 manns í hverju rými í áhorfendasvæðum.
  • Heimilt er að hafa ótakmarkaðan fjölda áhorfenda ef allir gestir fæddir 2005 og fyrr framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi sem má ekki vera eldra en 48 klst.
  • Það er ekki lengur skráningarskylda á viðburðum og því þarf ekki lengur að skrá áhorfendur með nafni, símanúmeri og kennitölu.
  • Almennt gildir 1 metra nálægðarregla ennþá nema á sitjandi viðburðum og á viðburðum þar sem hraðpróf eru notuð.
  • Það er ekki lengur grímuskylda en það er mælt með því að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að viðhafa 1 metra fjarlægð frá ótengdum aðilum

Áfram er mikilvægt að huga vel að sótthreinsun á sameiginlegum snertiflötum, loftræstingu og persónubundnum sóttvörnum.  

Reglugerð heilbrigðisráðherra sem gildir frá 20. október til 17. nóvember.
Minnisblað sóttvarnalæknis frá 18. október 2021.

Leiðbeiningar um smitrakningu í íþróttahreyfingunni.

 

Hér að neðan má sjá reglur sérsambanda um sóttvarnir: