Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á litakerfi fyrir íþróttir. Munu upplýsingar birtast hér á síðunni. Nánar um litakóðakerfi er að finna á covid.is
Líkt og öll önnur starfsemi hefur íþróttastarf á Íslandi ekki farið varhluta af afleiðingum COVID-19 veirunnar og baráttu gegn dreifingu hennar. Á undirsíðum sem finna má til hliðar á síðunni má finna upplýsingar um algengar spurningar og svör, reglur sérsambanda vegna COVID-19 og yfirlit yfir sóttvarnarfulltrúa félaga.
Hér fyrir neðan má svo finna samantekt á fréttum sem birst hafa á heimasíðu ÍSÍ og tengjast COVID-19 og íþróttahreyfingunni.
ÍSÍ hvetur fólk í íþróttahreyfingunni til að hlaða niður smáforritinu Rakning C-19 og styðja með því mikilvægt starf sóttvarnaryfirvalda.
Nánar ...14.06.2020
Þann 15. júní næstkomandi tekur gildi auglýsing heilbrigðisráðherra um frekari tilslökun á samkomubanni vegna COVID-19. Meginbreytingin felst í því að fjöldamörk á samkomum hækka úr 200 í 500 manns.
Nánar ...10.06.2020
Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra kynntu á blaðamannafundi í gær næstu skref stjórnvalda vegna Covid-19. Heilbrigðisráðherra gerði þar grein fyrir ákvörðun sinni um tilslakanir á takmörkunum á samkomum, skólahaldi og skipulögðu íþróttastarfi. Breytingarnar taka gildi 4. maí.
Nánar ...15.04.2020
Undanfarnar vikur hefur allt skipulagt íþróttastarf legið niðri vegna fordæmalausra aðstæðna af völdum kórónaveirunnar. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, hvetur íþróttahreyfinguna til að halda í jákvæðni og bjartsýni á þessum erfiðu tímum.
Nánar ...06.04.2020
Á vefsíðu ÍSÍ má nú sjá undirsíðu sem kallast „Algengar spurningar og svör“. Þar er leitast eftir því að lýsa lagaumhverfi í núverandi ástandi á fordæmalausum tímum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Nánar ...03.04.2020
Í ljósi fordæmalausra aðstæðna af völdum kórónafaraldursins, takmarkana á skólahaldi og samkomubanns sem veldur því að íþróttastarf liggur niðri hafa vaknað spurningar um endurgreiðslu æfingagjalda íþróttafélaga. ÍSÍ og UMFÍ hafa leitað ráðgjafar varðandi endurgreiðslu æfingagjalda.
Nánar ...03.04.2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja til 4. maí þær takmarkanir á samkomum og skólahaldi sem áttu að falla úr gildi 13. apríl næstkomandi. Ákvörðunin er í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis. Þótt vel hafi gengið að halda útbreiðslu smita í skefjum veldur áhyggjum hve alvarlega veikum einstaklingum sem þurfa á gjörgæslu að halda hefur fjölgað hratt.
Nánar ...23.03.2020