Covid-19 og íþróttahreyfingin
Litakerfi fyrir íþróttir
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er að leggja lokahönd á litakerfi fyrir íþróttir. Munu upplýsingar birtast hér á síðunni. Nánar um litakóðakerfi er að finna á covid.is
Líkt og öll önnur starfsemi hefur íþróttastarf á Íslandi ekki farið varhluta af afleiðingum COVID-19 veirunnar og baráttu gegn dreifingu hennar. Á undirsíðum sem finna má til hliðar á síðunni má finna upplýsingar um algengar spurningar og svör, reglur sérsambanda vegna COVID-19 og yfirlit yfir sóttvarnarfulltrúa félaga.
Hér fyrir neðan má svo finna samantekt á fréttum sem birst hafa á heimasíðu ÍSÍ og tengjast COVID-19 og íþróttahreyfingunni.