Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
19

Covid-19 og íþróttahreyfingin

Líkt og öll önnur starfsemi hefur íþróttastarf á Íslandi ekki farið varhluta af afleiðingum COVID-19 veirunnar og baráttu gegn dreifingu hennar. Á undirsíðum sem finna má til hliðar á síðunni eru upplýsingar um reglur sérsambanda vegna COVID-19, smitrakningu í íþróttahreyfingunni, yfirlit yfir sóttvarnarfulltrúa félaga og annan frjóðleik og hjálplegt efni.

 

Hér fyrir neðan má svo finna samantekt á fréttum sem birst hafa á heimasíðu ÍSÍ og tengjast COVID-19 og íþróttahreyfingunni.


09.12.2021

Reglugerð framlengd um tvær vikur

Reglugerð framlengd um tvær vikurReglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar nr.1266/2021 sem átti að falla úr gildi í gær, þann 8. desember, var framlengd um tvær vikur. Reglur sérsambanda gilda því óbreyttar áfram næstu tvær vikurnar.
Nánar ...
12.11.2021

Hvar er hægt að fara í hraðpróf?

Hvar er hægt að fara í hraðpróf?Á vef heilbrigðisráðuneytis er vakin athygli á að heilbrigðisstofnanir um allt land bjóða upp á hraðpróf vegna COVID-19. Í Reykjavík er hægt að fara í sýnatöku á vegum heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut. Auk þess að veita einkaaðilar þessa þjónustu í Reykjanesbæ, á Akureyri og á fjórum stöðum í Reykjavík. Hraðpróf eru notendum að kostnaðarlausu.
Nánar ...
29.10.2021

Verum vakandi og hugum að sóttvörnum!

Verum vakandi og hugum að sóttvörnum!Núgildandi reglur um takmarkanir á samkomum gilda til 17. nóvember nk. nema breytingar komi til. Í ljósi þess að COVID-19 smitum hefur fjölgað hratt í samfélaginu undanfarna daga er vert að minna á eftirfarandi atriði er snerta íþróttastarf og koma fram í núgildandi reglum: ​
Nánar ...