Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28.05.2020 - 28.05.2020

Ársþing ÍS 2020

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja verður...
26

Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ

Vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ er kvennahlaup.is
Hér má sjá Facebook-síðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

Á vefsíðu hlaupsins er að finna helstu upplýsingar um hlaupið, sögu hlaupsins og hlaupastaði.

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið; á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. 

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir.

Sjóvá hefur verið aðalsamstarfsaðili hlaupsins frá árinu 1993.

Myndir frá Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér.