Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
24

 

Íþrótt:
Sund
 

Sérgrein:
Bringusund

Met:

Íslandsmet í 25m laug 
2020 100m bringa 56.30
2020 200m bringa 2:01.73
2019 50m bringa 26.14
2012 400m skrið 03:47.83
2012 800m skrið 07:52.84
2012 1500m skrið 15:00.51

Íslandsmet í 50m laug 
2019 50m bringa 27.46
2019 100m bringa 1:00.32
2018 4x100m fjór 03:50.57 Sveit SH
2015 200m bringa 2:10.21
2015 200m fjór 02.04.53
2014 400m skrið 03.54,36
2012 800m skrið 08:08.09
2012 1500m skrið 15:27.08
2012 400m fjór 04:23.64

Norðurlandamet í 25m laug
2020 200m bringa 2:01.73
2020 100m bringa 56.30

Fæddur:
18. desember 1993

Hæð: 
183 cm

Sundmaður ársins:
2012-2019

Ólympíuleikar:
2020 Tókýó
2016 Ríó
2012 London

Heimsmeistaramót:

25m laug:
2019 Gwangju
2015 Kazan
2013 Barcelona
2011 Sjanghai

50m laug:
2016 Windsor
2014 Doha

Evrópumeistaramót:

25m laug:
2019 Glasgow
2017 Kaupmannahöfn
2015 Ísrael
2013 Herning

50m laug:
2018 Glasgow 
2016 London

Smáþjóðaleikar:
2019 Svartfjallaland
2017 San Marínó
2015 Ísland
2013 Lúxemborg
2011 Liechtenstein

 

 

Anton Sveinn McKee er margverðlaunaður sundmaður og Íslandsmethafi, en hans sterkasta grein er bringusund. Hann er einnig tvöfaldur Ólympíufari og stefnir á sína þriðju leika í Tókýó 2021. Hann hefur æft með Sundfélaginu Ægi alla sína tíð á Íslandi, en hóf að stunda nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum árið 2013 og var á styrk þar vegna sundiðkunar. Hann hefur verið á styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ síðan 2014.

Anton hefur tekið þátt á nokkrum Smáþjóðaleikum og stendur sig jafnan afar vel á þeim leikum og hefur hlotið mörg gull-, silfur- og bronsverðlaun. Hann hefur keppt á mörgum Evrópu- og heimsmeistaramótum og náð góðum árangri.

Anton Sveinn bjó á árinu 2018 í Boston þar sem hann vann og æfði. Anton býr nú í Vestur-Virginíuríki þar sem hann stundar æfingar en hann tók sér leyfi frá vinnu og fluttist þangað frá Boston, til að ná hámarksárangri fyrir Ólympíuleikana í Tókýó.

Árið 2018 synti hann á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Glasgow þar sem hann náði í undanúrslit í 100m bringu og bætti eigið Íslandsmet í greininni. Þá synti hann á heimsmeistaramótinu í 25m laug í Hangzhou í desember og stóð sig vel. Hann tvíbætti Íslandsmetið í 50m bringusundi og bætti eigið Íslandsmet í 200m bringusundi þar sem hann endaði í 10. sæti. Þá náði hann í undanúrslit í 100m bringsundi. Í þeirri grein bætti hann einnig eigið Íslandsmet. Anton var á árinu 2018 í 21. sæti á heimslistanum í 200m bringusundi í 50m laug. 

Anton náði frábærum árangri á árinu 2019. Hann synti á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi þar sem hann vann til þriggja gullverðlauna og setti eitt Íslandsmet. Á heimsmeistaramótinu í 50m laug í Suður- Kóreu náði hann í milliriðla í 200m bringusundi og þar náði hann Ólympíulágmarki og bætti tvö Íslandsmet, í 50m og 100m bringusundi. Anton setti 7 Íslandsmet á Evrópumeistaramótinu í 25m laug í Glasgow, ásamt einu Norðurlandameti og hann jafnaði annað. Hann setti einnig eitt landsmet í boðsundi með karlaboðsundsveit Íslands. Þá náði hann inn í úrslit í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum á mótinu og náði best 4. sæti. Árangur Antons gerir hann að fimmta hraðasta sundmanni heims í 200m bringusundi á árinu 2019.

Anton setti nýtt Íslands -og Norðurlandamet í 200m bringusundi í 25m laug þann 24. október 2020 á ISL mótaröðinni í Búdapest í Ungverjalandi. Anton sigraði í 200m bringusundi á tímanum 2.01.73, gamla metið átti hann sjálfur 2.02.94, sett á EM25 2019. Hann bætti einnig sitt eigið Íslands -og Norðurlandamet í 100m bringusundi í 25m laug þann 25. október 2020 þegar hann sigraði á tímanum 56.30, gamla metið var 56.79 sett á EM25 2019.

Anton er fyrsti Íslendingurinn til að ná inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Þetta verða hans þriðju Ólympíuleikar, en Anton tók þátt í London 2012 og Ríó 2016.


Tenglar:

Viðtal við Anton Svein í Verum hraust - Hlaðvarpi ÍSÍ í nóvember 2020. Hér á Youtube-síðu ÍSÍ

Viðtal við Anton Svein í hlaðvarpsþætti Snorra Björns

Viðtal við Anton Svein í hlaðvarpsþætti Brett Hawke

Anton Sveinn er hluti af hóp íþróttafólks sem birtir pistla á www.klefinn.is

Anton er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.