Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
10


Íþrótt:
Ólympískar lyftingar
 
Lyftingakona ársins:
2015-2019
 
Íslandsmeistari:
2015-2018

Íslandsmethafi:
2019 Snörun -59kg flokkur, 87kg.
2018 Jafnhending -59kg flokkur, 105kg.
2017 Snörun -58kg flokkur, 86kg.
2017 Jafnhending -58kg flokkur, 108kg.

Alþjóðleg mót og viðurkenningar:
2019 Sigurvegari RIG
2018 Sigurvegari RIG
2016 Stigahæsta íslenska kona allra tíma (260 Sinclair stig)
2015 Elite Pin Lyftingasambands Norðurlanda, fyrst íslenskra kvenna
2015 Norðurlandameistari
2015 Sigurvegari RIGFædd:
30. júlí 1991

Hæð: 
164 cm

Besti árangur
2019 Batumi 87 kg snörun á EM
2017 Anaheim 108 kg á HM

Heimsmeistaramót:
2018 Turkmenistan 26. sæti, -59kg flokkur
Snörun 79 kg
Jafnhending 105 kg

2017 Anaheim 10. sæti, -58 kg flokkur
Snörun 86 kg
Jafnhending 108 kg
 
2015 Houston, -59kg flokkur
Snörun 81kg
Jafnhending 100kg

 
Evrópumeistaramót:
2021 EWF 10.sæti 
2019 Georgía 
2017 Staðsetning? 13. sæti
2016 Noregur 14. sæti
 
 

 

Þuríður Erla Helgadóttir er margfaldur Íslandsmeistari í lyftingum. Hún hefur hlotið titilinn Lyftingakona ársins frá 2015-2021. Þyngdarflokkarnir breyttust árið 2018 og því ný met en hún á þau öll í -59 kg flokki kvenna

Þuríður hefur undanfarin ár tekið þátt í heimsmeistara- og Evrópumótum fyrir Íslands hönd, ásamt því að sigra Norðurlandamót og vera ofarlega á alþjóðlegum mótum. 

Þuríður átti frábært keppnisár árið 2017 sem hún kórónaði með því að ná 10. sæti í -58kg flokki á Heimsmeistaramótinu sem haldið var í Anaheim í Kaliforníu. Þar setti hún Íslandsmet í öllum greinum með 86kg í snörun og 108kg í jafnhendingu eða 194kg í samanlögðum árangri. Árangur hennar á HM er sigahæsti árangur sem íslensk lyftingakona hefur náð. Þá varð hún í 13. sæti í 63kg flokki á Evrópumeistaramótinu 2017. Hún varð einnig Íslandsmeistari 2017 í -63kg flokki og stigahæst kvenna á mótinu.

Þuríður átti viðburðaríkt keppnisár árið 2018 en bestum árangri náði hún á RIG í janúar sem hún sigraði með því að lyfta 185 kg samanlagt. Hún varð einnig stigahæst á Smáþjóðleikunum í ólympískum lyftingum með 247 Sinclair stig. Hún endaði í þriðja sæti í sterkum -58 kg flokki á Norðurlandamótinu aðeins 2 kg frá gullverðlaunum. Hún lauk síðan árinu með keppni á heimsmeistaramótinu í Túrkmenistan þar sem keppt var í nýjum þyngdarflokkum. Þar endaði Þuríður í 26. sæti í -59kg flokki kvenna þar sem hún snaraði 79kg og jafnhenti 105kg og eru það Íslandsmet í þessum nýja flokki.

Þuríður keppti á fjórum mótum á árinu 2019 og náði besta árangri sínum á Evrópumeistaramótinu í Georgíu þegar hún snaraði nýju Íslandsmeti í -59kg flokki kvenna, 87kg. Hún varð efst kvenna á Reykjavíkurleikunum í janúar 2019, í 25. sæti í sínum flokki á heimsmeistaramótinu og vann silfur á Norðurlandameistaramótinu, allt í -59kg flokki.

Þuríður tók þátt í 59kg flokki kvenna á EM í B hópi 5. apríl 2021 og kláraði mótshluta sinn með 262,2 Sinclair stig, 83 kg í snörun, með nýtt íslandsmet í jafnhendingu með 108 kg og nýtt íslandsmet í samanlögðu með 191 kg en þetta var næst besti samanlagði árangur sem Þuríður hefur náð á sínum ferli frá 2011

EM 2021 var fjórða Evrópumeistaramótið sem Þuríður keppti á og skilaði hún sínum besta árangri hingað til á Evrópumeistaramóti og náði 10. sæti. Þau 262,2 Sinclair stig sem Þuríður náði núna á EM 2021 er næst hæsta Sinclair stigatala sem Þuríður hefur náð á sínum ferli og næst hæsta Sinclair stigatala sem Íslensk kona hefur náð í lyftingum en á hún þó einnig þá hæstu.

  

Þuríður Erla er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.