Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
30

 

Íþrótt:
Körfuknattleikur


Körfuknattleiksmaður ársins:
2016-2019

Fæddur:
16. september 1994

Hæð:
190 cm

 


 

Martin Hermannsson er einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik og var hann kjörinn Körfuknattleiksmaður ársins árin 2016-2019. 

Martin hóf feril sinn hjá KR og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2011 og 2014. Á árunum 2014 til 2016 lék hann fyrir LIU Brooklyn-háskólann í NCAA háskóladeildinni í Bandaríkjunum. Þar hlaut hann viðurkenningar fyrir sína frammstöðu bæði tímabilin sín. Martin hefur tvisvar sinnum leikið með íslenska körfuknattleikslandsliðinu á Evrópumeistaramótinu (EM), árin 2015 og 2017. Í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2016 var Martin einn af betri leikmönnum landsliðsins og átti stóran þátt í að tryggja liðinu sæti á lokamóti EM. Martin var meðal efstu íslensku leikmannanna í stigaskori, stoðsendingum og framlagi að henni lokinni.

Árið 2016 hélt Martin til Frakklands til þess að gerast atvinnumaður. Liði hans Étoile de Charleville-Mézéres gekk mjög vel í næst efstu deildinni í Frakklandi. Martin var í úrvalsliði deildarinnar í lok tímabilsins. Í kjölfarið samdi hann við Châlons-Reims sem leikur í efstu deild í Frakklandi og stóð sig frábærlega. Árið 2017 lék Martin á sínu öðru Evrópumóti, sem fram fór í Finnlandi, og var einn af betri leikmönnum íslenska liðsins. Á lokamótinu leiddi Martin íslenska liðið í þremur af fjórum helstu tölfræðiþáttunum. Hann var með flest stig (12.6), flestar stoðsendingar (3.6) og hæsta framlagið (12.6) að meðaltali í leik, auk þess að vera í öðru sæti yfir flest fráköst (4.0).

Eftir frábæran árangur með Châlons-Reims samdi stórlið Alba Berlínar í Þýskalandi við hann fyrir árið 2018 og varð hann þá annar Íslendingurinn til að leika í EuroLeague, meistaradeild Evrópu í körfuknattleik. Þar var Martin lykilleikmaður leik eftir leik árið 2018 og átti stóran þátt í velgengni liðsins sem hafnaði í 2. sæti í deild og bikar í Þýskalandi sem og í 2. sæti í Europe Cup þar sem liðið lék oddaleik gegn Valencia. Árið 2019 hefur Martin leikið vel með sínu liði Alba Berlin gegn mörgum stærstu liðum deildarinnar og sinnt leiðtogahlutverki innan vallar sem utan. Á árinu 2019 hélt Martin uppteknum hætti með íslenska landsliðinu og var leiðtogi þess innan vallar í tölfræðiþáttum eins og stigum skoruðum, stoðsendingum og framlagi.

Martin er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.