Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

 

Íþrótt:
Körfuknattleikur


Körfuknattleikskona ársins:
2005-2015, 2019

Fædd:
11. mars 1988

Hæð:
184 cm

 


Íslandsmeistari:
2016 Haukar
2019 Valur

 

Helena Sverrisdóttir hefur verið fyrirliði og ein mikilvægasta körfuknattleikskona íslenska landsliðsins í meira en áratug. Hún hefur verið valin Körfuknattleikskona árins 12 sinnum, þ.e. ellefu sinnum í röð 2005-2015 og 2019, sem er einstakt afrek. Hún hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum meistari í Slóvakíu.

Helena hóf feril sinn með Haukum. Árið 2002 spilaði hún, þá 15 ára gömul, í Úrvalsdeildinni og var valin ungi leikmaður ársins 2003. Helena stóð sig vel í íslensku deildinni, en fór utan og spilaði með háskólanum TCU í Bandaríkjunum árin 2007-2011. Eftir háskólann hóf Helena að spila með liðinu Good Angels Kosice í Slóvakíu og varð liðið deildarmeistari í Slóvakíu árið 2012 og 2013.

Helena hefur leitt íslenska landsliðið í gegnum tíðina, en þeirra bestu árangur til þess var árið 2012 þegar liðið náði bronsverðlaunum á Norðurlandameistaramótinu. Helena stóð sig frábærlega og var valin í úrvalslið mótsins. Íslenska landsliðið hefur alla jafna staðið sig mjög vel á Smáþjóðaleikunum og verið í einu af topp sætunum. Helena er iðulega valin í úrvalslið Smáþjóðaleikanna og er jafnframt oftast efst í öllum helstu tölfræðiþáttum þeirra.

Helena gerði samning við Aluinvent DVTK Miskolc í Ungverjalandi fyrir keppnistímabilið 2013-2014 en liðið tekur þátt í Evrópukeppninni. Liðið endaði sem deildarmeistari í Ungverjalandi 2014 og endaði í fjórða sæti deildarinnar eftir lokaslag um bronsið.

Helena samdi við pólska liðið CCC Polkowice og lék þar við góðan orðstír árið 2014 og fyrri hluta ársins 2015 með CCC Polkowise og samdi við Hauka fyrir upphaf tímabilsins 2015-2016. Íslenska landsliðið lék í undankeppni EM kvenna á árinu. Helena leiddi Domino´s deildina á Íslandi í stoðsendingum og var efst Íslendinga í tölfræðiflokkunum fráköst, stig og framlag.Helena átti síðan sitt fyrsta barn á tímabilinu 2016-2017. Hún snéri aftur til leiks 5 vikum eftir barnsburð.
Haukar lánuðu Helenu til Kosice 2017-2018.

Helena var lykilleikmaður Vals á leiktíðinni 2018-2019 og leiddi lið sitt til deildarmeistaratitils, Íslandsmeistaratitils sl. vor eftir úrslitakeppnina og Bikarmeistaratitils í febrúar, en þetta voru fyrstu stóru titlar kvennakörfunnar í Val. Helena lauk tímabilinu með því að vera kjörin besti leikmaðurinn í deildinni á lokahófi KKÍ. Árið 2019 var hún sá íslenski leikmaður sem hefur að meðaltali skorað mest, tekið flest fráköst og skilar hæðsta framlaginu í deildinni. Með íslenska landsliðinu hefur Helena leikið mjög vel, þar sem hún fer fyrir liðinu í helstu tölfræðiþáttum yfir stig skoruð, fráköstum og flestar stoðsendingar.

Helena er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.