Keila
Merkir áfangar:
2019
Sigurvegari Evrópumótaraðarinnar
Sigurvegari Þýskaland Track Open
Sigurvegari Álaborg Int.
2. sæti Kuwait Int.
2018
2. sæti á Íslandsmótinu
Sigurvegari Óðinsvé Int.
2016
Íslandsmeistari
2015
300 leikur 3x
2014
Heimsmeistaramót unglinga (22. sæti). Fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum.
2. sæti á Íslandsmótinu
2013
Fyrsta skipti 300, fullt hús stiga
2012
Noregs meistari U-23
Heimsmeistaramót unglinga (12. sæti)
Evrópumeistaramót unglinga
2011
Heimsmeistaramót unglinga (27. sæti)
Evrópumeistaramót unglinga (24. sæti)
Fæddur:
21. mars 1994
Hæð:
190 cm
Heimsmeistaramót:
2017 Las Vegas
2014 Abu Dhabi 49. sæti
2013 Las Vegas
Evrópumeistaramót:
2013-2019
2015 Einliða 2. sæti
2013 Malmö Einliða 2. sæti
2012 Noregsmeistari U23



Arnar Davíð Jónsson er margfaldur Íslandsmeistari í keilu. Hann býr og æfir í Svíþjóð, hefur spilað fyrir sænska liðið Höganas BC í 5 ár og hefur verið landsliðsmaður í keilu frá árinu 2012.
Arnar Davíð er sigurvegari Evrópumótaraðarinnar 2019. Var þetta sögulegur sigur, því aldrei áður hefur Íslendingur sigrað Evrópumótaröðina í keilu. Alls voru 13 mót á mótaröðinni og var Arnar eini keppandinn sem sigraði fleiri en eitt mót á tímabilinu. Hann vann Track Open mótið í Þýskalandi og að auki sigraði hann á lokamóti Evrópuraðarinnar Kegel Ålaborg International þar sem hann gulltryggði sé efsta sætið.
Arnar tók þátt í lokamóti Heimstúrsins Kuwait International Open í nóvember 2019 en til Kúveit var honum boðið af Heimssambandinu, World Bowling, til að leika í úrslitum heimstúrsins. Arnar var í efsta sæti lokamótsins og tryggði sér þátttöku í úrslitaleik mótsins þar sem hann laut í lægra haldi gegn Dominic Barrett frá Englandi, margföldum meistara. Hann hefur hingað til náð besta árangri íslensks keilara í sögunni.
Arnar Davíð hefur þrisvar sinnum verið kjörinn Keilari ársins hjá Keilusambandi Íslands, árin 2016, 2018 og 2019. Árið 2018 náði hann þeim merka áfanga að vera fyrstur íslenskra keilara til að vinna mót á Evrópsku mótaröðinni í keilu þegar að hann vann Alþjóðlega Óðinsvé mótið.
Arnar Davíð er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.

