Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
25

 

 

Íþrótt:
Golf
 
Kylfingur ársins:
2009, 2018 og 2019
 

Íþróttamaður Akraness:
2007-2010, 2016-2018

Hluti af liði ársins á Íslandi 2018

LET mótaröðin:
2017-2020 og er enn með fullan keppnisrétt

Besti árangur á LET: 
2018 3. sæti í Bonville Ladies Open 
2017 3. sæti í Sanya Ladies Open

Fædd:
4. desember 1989

Hæð: 
167 cm

Íslandsmeistari:
2017 í höggleik 
2012 í höggleik
2010 í holukeppni
2009 í höggleik

Sigurvegari á alþjóðlegum mótum:
2012 Alabama, Chris Banister Gamecock Classic
2008 Cyprus Open
2008 Faldo Series 

Besti árangur á heimslista:
2018 nr. 299

 

Valdís Þóra Jónsdóttir er afrekskylfingur og margfaldur Íslandsmeistari í golfi. Hún stundaði nám við Texas State University í Bandaríkjunum á árunum 2009-2013.  Hún hefur þrisvar sinnum verið kjörin Kvenkylfingur ársins.

Hún lék á sínu öðru tímabili í röð á LET Evrópumótaröðinni árið 2018, sterkustu mótaröð í Evrópu hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki. Hún endaði í 38. sæti á stigalistanum, sem er besti árangur hennar á LET. Hún komst í gegnum niðurskurðinn á 5 mótum af alls 12 sem hún tók þátt í. Besti árangur hennar var 3. sæti á LET-móti í Ástralíu, sem er jafnframt besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumóti í golfi í efsta styrkleikaflokki. Hún tryggði sér snemma á tímabilinu áframhaldandi keppnisrétt á mótaröðinni. Valdís lék einnig á þremur mótum á LET Access atvinnumótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í Evrópu. Hún var einnig í fjögurra manna liði Íslands sem sigraði á Evrópumótinu í blandaðri liðakeppni atvinnukylfinga á Meistaramóti Evrópu í Skotlandi.

Á árinu 2019 lék Valdís sitt þriðja tímabil á LET Evrópumótaröðinni og endaði tímabilið í 71. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Valdís náði sínum besta árangri í Ástralíu í mars þegar hún lenti í 5. sæti. Valdís var lengi vel í forystu í mótinu en hún lék á 63 höggum á fyrsta hring, sem var besta skor mótsins. Valdís komst í gegnum niðurskurðinn á 7 mótum af 14 á Evrópumótaröðinni á árinu.

Valdís er hluti af hópi íþróttafólks sem birtir pistla á vefsíðunni www.klefinn.is

Valdís Þóra er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.