Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
24

 

Íþrótt:
Golf

Íslandsmeistari í höggleik:
2011, 2014 og 2016

Íslandsmeistari í holukeppni:
2011 og 2013

Kylfingur ársins:
2012, 2014-2017

Íþróttamaður ársins 2017

Lið ársins á Íslandi 2018


Fædd:
15. október 1992

Hæð: 
177 cm

LET mótaröðin:
2016-2019

LPGA mótaröðin:
2017-2018

Besti árangur á heimslista:
2017 nr. 172


 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er atvinnukylfingur og brautryðjandi í íslensku kvennagolfi. Hún er fyrsti kylfingurinn frá Íslandi til að ná inn á sterkustu mótaröð heims, Atvinnumótaröð kvenna (LPGA), en það gerði hún í lok árs 2016 með því að fara í gegnum öll þrjú stig úrtökumótsins og enda í 2. sæti á lokaúrtökumótinu, en 20 efstu tryggðu sér keppnisrétt á LPGA. Hún spilaði á mótaröðinni árin 2017, 2018 og 2019. 

Ólafía spilaði í bandaríska háskólagolfinu með kvennagolfliði Wake Forest á árunum 2010-2014. Ólafía varð Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og 2013 og Íslandsmeistari höggleik 2011, 2014 og 2016. Á Íslandsmótinu í golfi 2016 skrifaði hún nýjan kafla í golfsöguna með því að vera á besta samanlagða skorinu af öllum keppendum Íslandsmótsins, á -11 samtals.

Ólafía lék á sínu fyrsta tímabili á LET Evrópumótaröðinni á árinu 2016. Hún endaði í 96. sæti á stigalistanum í lok tímabilsins en besti árangur hennar var 16. sæti í Tékklandi. Árangur hennar á fyrstu tveimur keppnisdögunum á móti í Abu Dhabi vakti mikla athygli en þar var Ólafía í efsta sæti fyrstu tvo keppnisdagana, en það hefur aldrei gerst hjá íslenskum keppenda á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. 

Á árinu 2017 náði Ólafía frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á mótaröð LPGA. Hún endaði í 74. sæti á stigalistanum og með árangri sínum var hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valinn í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga. Alls lék Ólafía á 26 mótum á LPGA. Besti árangur hennar á tímabilinu var 4. sæti á Indy Women in Tech Championship. Ólafía náði 10. besta árangri tímabilsins af nýliðum á LPGA mótaröðinni. Árangur Ólafíu á heimslista atvinnukylfinga er sá besti í sögunni hjá íslenskum kylfingi. Hún náði að komast í sæti nr. 179 og fór upp um 420 sæti á árinu 2017.

Ólafía hefur unnið sér inn keppnisrétt á öllum fimm risamótunum. Besti árangur Ólafíu í risamótum var á Evían, en þar varð hún T-48 og komst fyrst íslenskra kylfinga í gegnum niðurskurð á risamóti. Ólafía Þórunn er sá íslenski kvenkylfingur sem hefir náð hæst á Rolex-heimslista kvenkylfinga, í 172. sæti.

Árið 2017 var Ólafía valin Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna (SÍ). Árið 2018 var golflandsliðið valið Lið ársins af SÍ. Ásamt Ólafíu voru í liðinu Valdís Þóra Jónsdóttir, Axel Bóasson og Birgir Leifur Hafþórsson. Landsliðið fagnaði sigri á meistaramóti Evrópu í blandaðri liðakeppni sem fram fór í Skotlandi 2018. 

Viðtal við Ólafíu í hlaðvarpi ÍSÍ - Verum hraust á Libsyn og á Youtube.

Vefsíða Ólafíu

Ólafía er hluti af hópi íþróttafólks sem birtir pistla á vefsíðunni www.klefinn.is

Viðtal við Ólafíu í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn.

Myndband sem Forskot Afrekssjóður gerði um Ólafíu.

Viðtal sem Páll Ketilsson tók fyrir kylfingur.is við Ólafíu á fyrsta LPGA mótinu hennar.

Pistill eftir Ólafíu á vefsíðu Sýnum karakter.

 Ólafía er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.