Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
24

 

 
Íþrótt:
Frjálsíþróttir
 

Sérgrein:
Hlaup

Íslandsmet:
100m hlaup, 11,56 sek.
200m hlaup, 23,45 sek.


Frjálsíþróttakona ársins:
2019

Fædd:
24. desember 2001

Hæð:
177 cm

 


Ólympíuleikar ungmenna:
2018 Argentína

Evrópumeistaramót:
2019 U-20 Svíþjóð
2018 U-18 Ungverjaland

Smáþjóðaleikar:
2019 Svartfjallaland
2017 San Marínó

 

 

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er Frjálsíþróttakona ársins 2019 og Íslandsmetshafi í 100m og 200 m hlaupi.

Guðbjörg Jóna setti á árinu 2019 glæsileg Íslandsmet í 100m hlaupi á 11,56 sek og í 200m hlaupi á 23,45 sek. Einnig jafnaði hún Íslandsmet í 60m hlaupi innanhúss á 7,47 sek. Guðbjörg Jóna er Ólympíumeistari ungmenna í 200m hlaupi, en þeim merka áfanga náði hún árið 2018 í Argentínu. 

Guðbjörg Jóna er Evrópumeistari U18 í 100m hlaupi og náði 3. sæti á sama móti í 200m hlaupi. Á Evrópumeistaramóti U20 ára varð hún í 4. sæti í 100m hlaupi, hársbreidd frá verðlaunum. Hún hefur einnig unnið þónokkur verðlaun á Norðulandameistaramótum U20. Hún var einnig í sigurliði Íslands í þriðju deild Evrópukeppni landsliða 2019. Á árinu 2020 er hún í 59. sæti á Evrópulista fullorðinna og í 6. sæti U20 ára.

Guðbjörg Jóna er á Facebook og Instagram.