Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.10.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23.11.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
07.12.2023 - 12.08.2023

Fundur hjá...

Í dag er fundur hjá framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

 

Íþrótt:
Dans
 

Dansíþróttakona ársins með Nicoló Barbizi:
2017, 2018

Dansíþróttakona ársins með Sigurði Atla Mássyni:
2008-2010, 2012, 2014.

Íþróttakona Hafnarfjarðar 2018


Fædd:
6. júní 1992

Hæð: 
164 cm

Íslandsmeistari:

  

Evrópumeistaramót:
2018, 6. sæti

 

Sara Rós Jakobsdóttir er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í dönsum. Hún keppir fyrir landslið Dansíþróttasambands Íslands ásamt dansfélaga sínum Nicoló Barbizi og eru þau búsett í Danmörku. Þau eru margfaldir Íslands- og bikarmeistari í Standard, Latin og 10 dönsum. Þau keppa reglulega á opnum mótum á vegum Alþjóðadansíþróttasambandsins (WDSF) sem gefa stig á heimslista, sem og heimsbikar-, Evrópubikar-, heims- og Evrópumeistaramótum í öllum dansgreinum (Standard, Latin og 10 dönsum). Á síðastliðnum árum hafa Sara og Nicoló náð glæsilegum árangri á alþjóðlegum mótum víðsvegar um heiminn. Árið 2018 komust þau í úrslit á Evrópumeistaramóti (EM) í 10 dönsum og enduðu í 6. sæti. Þau eru fyrsta íslenska dansparið til að komast í úrslit á EM í fullorðins flokki á efsta getustigi og er það því glæsilegur árangur. Þau hafa einnig margoft verið í topp sætunum á alþjóðlegum mótum síðastliðin ár. Sara Rós og Nicoló voru kjörin dansarar ársins 2017 og 2018. Sara Rós náði einnig þeim árangri með Sigurði Má Atlasyni, en þau voru kjörin dansarar ársins 2008, 2009, 2010, 2012 og 2014.

Sara Rós er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.