Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
29

 

Íþrótt:
Blak
 

Inniblak:

2015:
Norðurevrópumót U17, valin í draumalið og besti leikmaður (MVP) 

2016:
Norðurevrópumót U19, valin í draumalið og besti leikmaður (MVP)

Novotel Cup, valin besti ungi leikmaður 

Besti leikmaður og kantsmassari Mizunodeildarinnar

Íþróttakona HK:
2015, 2016 og 2018
 

Blakkona ársins:
2014, 2015


Fædd:
19. september 1998

Hæð: 
183 cm

Strandblak:

Íslandsmeistari:
2012-2017

Smáþjóðaleikameistari:
2015

Norðulandameistari U19:
2011


Fyrsta sæti á lokamóti danska strandblaktúrsins 2019
  


 

Elísabet Einarsdóttir hefur æft bæði inniblak og strandblak frá því hún var 6 ára gömul. Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) er uppeldisfélag hennar, en hún fór í atvinnumennsku í inniblaki til Lugano í Sviss árin 2018 til 2019. Elísabet er búsett í Danmörku þar sem hún æfir strandblak allt árið.

Elísabet hefur verið hluti af inniblakslandsliðinu síðan hún var 15 ára gömul og hluti af strandblakslandsliðinu síðan hún var 14 ára gömul. Hún var valin efnilegasti leikmaðurinn dönsku strandblaksdeildarinnar árið 2014 og tilnefnd sem besti leikmaðurinn í dönsku strandblaksdeildinni 2015 og 2019. Hún er hluti af fyrsta íslenska landsliðinu til að taka þátt í undankeppni Ólympíuleikanna ásamt því að vera hluti af fyrsta íslenska landsliðinu til að spila og vinna leik á heimsmeistaramótaröðinni (World Tour).

Elísabet er á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.