Sérgrein:
Einliðaleikur
Íslandsmeistari:
2012-2020
Badmintonmaður ársins:
2012-2016, 2018-2020
Fæddur:
11. janúar 1991
Hæð:
183 cm
2015 Bakú
.jpg?proc=200x200)


Kári Gunnarsson er margfaldur Íslandsmeistari í badminton, en árið 2020 hafði hann orðið íslandsmeistari níu skipti í röð. Hann hefur verið kjörinn Badmintonmaður ársins átta skipti í röð, frá árinu 2012. Hann hefur verið mikilvægur í landsliði Íslands undanfarin ár og spilar jafnan fyrsta einliðaleik karla. Kári spilaði sinn fyrsta A-landsleik árið 2010, þá aðeins 19 ára gamall og hefur spilað 23 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Kári tók þátt í Evrópuleikunum 2015 og 2019 og stóð sig vel.
Kári hefur varið síðastliðnum árum í að koma sér ofar á heimslistann í einliðaleik karla, en þessa stundina keppir hann á alþjóðamótaröðinni í badminton víðs vegar um heiminn til þess að ná sér í stig á heimslistann. Kári stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó, en aðeins 38 einliðaleiksspilarar komast inn á Ólympíuleikana. Til þess að vera einn af þeim 38 þarf Kári að ná að minnsta kosti tíu góðum úrslitum yfir árið á mótaröðinni. Í byrjun maí 2021 kemur lokalistinn út þar sem þátttökurétturinn ákveðst.
Kári er hluti af hóp íþróttafólks sem birtir pistla á www.klefinn.is