Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagskrá íþróttaþings skal vera eftirfarandi:


1. Forseti setur þing.

2. Kjörnir 1. og 2. þingforseti.

3. Kjörnir 1. og 2. þingritari.

4. Kosning ungra íþróttamanna skv. gr. 12.3.

5. Kosning 5 manna kjörbréfanefndar.

6. Ávörp gesta.

7. Lögð fram skýrsla framkvæmdastjórnar.

8. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.

9. Umræður og samþykkt reikninga.

10. Kosning þingnefnda:

a) Fjárhagsnefnd 5 manna.

b) Allsherjarnefnd 5 manna.

c) Laganefnd 5 manna.

d) Aðrar nefndir skv. ákvörðun þings hverju sinni.

11. Stofnun nýrra sérsambanda.

12. Lagabreytingatillögur.

13. Móta- og keppendareglur ÍSÍ.

14. Aðrar tillögur sem kynntar voru í fundarboði.

15. Teknar fyrir tillögur og önnur mál sem lögð hafa verið fyrir þingið og þingmeirihluti leyfir.

16. Þingnefndir starfa.

17. Kjörnefnd kynnir framboð.

18. Þingnefndir gera grein fyrir störfum sínum.

19. Tillögur fjárhagsnefndar.

20. Kosningar:

a) Framkvæmdastjórn og varastjórn, sbr. 17. gr.

b) Tveir skoðunarmenn og tveir til vara.

c) Sex dómarar í dómstól ÍSÍ og sex dómarar í áfrýjunardómstól ÍSÍ.

d) Kjörnefnd 5 manna og tveir til vara, sbr. grein 11.5

Allar kosningar gilda fram að kosningu á næsta Íþróttaþingi.

Þær skulu vera skriflegar nema aðeins sé stungið upp á jafnmörgum og kjósa skal.

21. Þingslit.

  Á döfinni

  03.05.2017 - 03.05.2017

  Ársþing HSS 2017

  Ársþing Héraðssambands Strandamanna verður...
  12.05.2017 - 13.05.2017

  Ársþing SKÍ 2017

  Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið á...
  25