Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Tenniskona og tennismaður ársins 2013

02.01.2014

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir er 15 ára og keppir fyrir Badmintonfélag Hafnarfjrðar.  Hún sigraði á Meistaramótinu 2013 í einliðaleik kvenna, fyrsta móti ársins. Hjördís Rósa varð einnig Íslandsmeistari innanhúss í einliðaleik og tvíliðaleik kvenna.  Hún sigraði á 1., 2. 3. og 4. stórmóti TSÍ á árinu.

Hjördís Rósa keppti á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg og spiluðu Hjördís Rósa og Iris Staub  um bronsverðlaun  í tvíliðaleik á mótinu en töpuðu naumlega fyrir liði Lúxemborgar. Hjördís Rósa keppti einnig á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem haldin var í Hollandi þetta árið. Hjördís Rósa varð Íslandsmeistari utanhúss í einliða- og tvíliðaleik kvenna, hún varð Íslandsmeistari innanhúss og utanhúss í U-16, U-18 í einliðaleik og tvíliðaleik. Hjördís Rósa er númer 24 á Styrkleikalista Tennissambands Íslands og hefur spilað 257 leiki sem gefa stig á þeim lista.

Birkir sigraði á Meistaramóti TSÍ í byrjun árs. Hann sigraði einnig á öðru Stórmóti TSÍ og varð númer tvö á Íslandsmóti innanhúss á árinu. Þá varð hann Íslandsmeistari utanhúss í tennis öðru sinni. Einnig sigraði hann í öllum þeim tvíliðaleiksmótum sem hann tók þátt í. Birkir varð stigameistari TSÍ á árinu auk þess að ná í fyrsta skipti að verða efstur á ITN – Styrkleikalista TSÍ. Birkir tók þátt í Davis Cup (Heimsmeistaramót landsliða í tennis) sem haldið var á Möltu. Þar spilaði hann 3 leiki. Hann sigraði í tveimur þeirra en tapaði í einum. Síðla hausts fékk Birkir skólastyrk í Graceland University í Iowa í Ameríku. Þar keppti hann á USA Regional Championships fyrir hönd skólans ásamt 63 öðrum þátttakendum frá ýmsum skólum og sigraði á því móti. Gaf það þátttökurétt á Nationals í Florida þar sem einungis 8 af 512 spilurum í ITN háskóladeildinni keppa. Þar átti Birkir hörkuleik við efsta mann í ITN háskóladeildinni Demi Zmak en varð að játa sig sigraðan 4-6, 3-6. Birkir ætlar sér að spila í amerísku háskólaeildinni næstu árin.

Myndir með frétt