Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður ársins 2013

02.01.2014

Helena varð meistari með liði sínu Good Angels Kosice í Slóvakíu fyrri hluta ársins og lið hennar komst í Final Four í Meistaradeild Evrópu.

Hún tók þátt á Smáþjóðaleikum í Luxemborg með íslenska landsliðinu en þar lék landsliðið til úrslita við heimastúlkur en beið lægri hlut. Helena var valin í úrvalslið mótsins og var jafnframt efst í öllum helstu tölfræðiþáttum þess.

Helena gerði samning við Aluinvent DVTK Miskolc í Ungverjalandi fyrir keppnistímabilið 2013-2014 en liðið tekur þátt í sameiginlegri Mið-Evrópudeild, ásamt því að taka þátt í Evrópukeppninni. Lið Helenu er sem stendur í 2. sæti í sínum riðli í Evrópukeppninni og á góða möguleika að komast áfram í næstu umferð en tvö efstu liðin fara beint. Helena átti m.a. frábæran leik í Evrópukeppninni 4. des. sl. en þá skoraði hún 16 stig og gaf 3 stoðsendingar ásamt því að hitta úr öllum þremur þriggja stiga skotum sínum.

Jón Arnór er á sínu þriðja ári með liðinu Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni og hefur verið lykilmaður liðsins á þeim tíma. Jón Arnór fór með liði sínu í Copa Del Rey sem er 8-liða úrslitakeppni bikarkeppninnar á Spáni. Það er mikill metnaður hjá spænskum félögum að vera á meðal 8 efstu liða í deildinni á ákveðnum tímapunkti sem ræður því hvort þú kemst í keppnina eða ekki.  Zaragoza endaði tímabilið í 5. sæti og fékk lið númer 4 í 8-liða úrslitum. Þar kom Zaragoza á óvart og sló Valencia út. Í undanúrslitum lenti CAI Zaragoza á móti Spánarmeisturum Real Madrid og var slegið út.

Jón Arnór tók þátt með íslenska landsliðinu í undankeppni fyrir Eurobasket 2015. Þar sýndi hann enn og aftur hversu góður leikmaður hann er með frammistöðu sinni með landsliðinu sem var hársbreidd frá því að komast í umspil um laust sæti á EM í Úkraínu 2015. Leikur gegn Búlgaríu hér heima fer í sögubækur og verður lengi í minnum hafður, þegar hann skoraði 32 stig og sýndi á hvaða stigi hann er sem leikmaður og íþróttamaður í heimsklassa.

Nú á fyrri hluti keppnistímabilsins 2013-2014 var Jón Arnór gerður að fyrirliða CAI Zaragoza sem er enn einn vitnisburðurinn um hversu góður hann er og þá virðingu sem borin er fyrir honum í næst sterkustu deild í heimi í einni stærstu og vinsælustu íþrótt heims. Jón Arnór hefur mest skorað 28 stig í leik í vetur en það gerði hann í lok október sl. og var hann með um 80% skotnýtingu. Hann var einnig valinn í lið vikunnar í ACB deildinni eftir þennan leik.

Hann er með liði sínu sem stendur í 6.-7. sæti spænsku deildarinnar. CAI Zaragoza er í Evrópubikarkeppninni í fyrsta sinn í sögu félagsins sem er vegna góðs árangurs á síðasta tímabili. Liðið er sem stendur í 3. sæti síns riðils og á góða möguleika að komast áfram upp úr riðlakeppninni.

Myndir með frétt